[x]

Um ÍSOR

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, eru sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hlutverk ÍSOR er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfsviði ÍSOR.

Sjá nánar lög um Íslenskar orkurannsóknir.

Rannsóknarstarfsemi í sjötíu ár

Starfsemi ÍSOR við rannsóknar- og ráðgjafarþjónustu má rekja sjö áratugi aftur, eða til ársins 1945. Nafnið ÍSOR, eða Íslenskar orkurannsóknir, er frá árinu 2003 þegar ÍSOR varð sjálfstæð stofnun. Forsaga ÍSOR er nánar rakin hér og hægt er að lesa um nýtingu jarðhita á Íslandi hér.

 

Stjórn ÍSOR

Stjórn ÍSOR er skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra til fjögurra ára.

Fimm manns sitja í stjórn ÍSOR:Stjórn ÍSOR. Ljósmynd Helga Margrét Helgadóttir.

Sigrún Traustadóttir, viðskiptafræðingur, stjórnarformaður
Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrv. háskólarektor
Ásta Björg Pálmadóttir, viðskiptafræðingur, sveitastjóri í Skagafirði
Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri umhverfis og auðlindaráðuneytis
Ingveldur Sæmundsdóttir, viðskiptafræðingur
   

Forstjóri ÍSOR

Forstjóri ÍSOR er Ólafur G. Flóvenz 

Starfsmenn ÍSOR eru 77

 

Höfuðstöðvar ÍSOR í Reykjavík

Íslenskar orkurannsóknir
Grensásvegi 9
108 Reykjavík

Kennitala: 600503-4050
Sjá á korti hjá ja.is og um vistvænan ferðamáta hjá straeto.is

 

ÍSOR Akureyri

Íslenskar orkurannsóknir
Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg
603 Akureyri

Sjá á korti hjá ja.is