[x]

Uppruni, þróun og jarðlagagerð Jan Mayen svæðisins, eldvirkni og mat á líkum á olíu

Anett Blischke  jarðfræðingur heldur opinn fyrirlestur um rannsóknarvinnu sína til doktorsprófs við Háskóla Íslands,  þriðjudaginn 30. september kl. 16:00 í fundarherbergi Jarðvísindastofnunar á 3. hæð í Öskju. Fyrirlesturinn og doktorsverkefnið er um uppruna, þróun og jarðlagagerð Jan Mayen svæðisins, eldvirkni og mat á líkum á olíu.

Anett Blischke hefur starfað hjá ÍSOR um árabil og leiðir þar m.a. vinnu við úrvinnslu nýrra hljóðendurvarpsmælinga innan Jan Mayen svæðisins. Aðaláhersla doktorsverkefnisins er á sviði jarðlagauppbyggingar, uppruna, eldvirkni og höggunar Jan Mayen hryggjarins og suðurhryggja hans, ásamt mati á líkum á olíu á svæðinu.

Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, er jafnframt próf á þekkingu sem kveðið er á um í reglum um doktorsnám.

Í doktorsnefnd eru Bryndís Brandsdóttir (umsjónarkennari), Þórarinn S. Arnarson (Orkustofnun), Martyn Stoker við bresku Jarðvísindastofnunina (British Geological Survey), og Carmen Gaina, CEED (Centre for Earth Evolution and Dynamics), Oslóarháskóla.  Prófdómari er Freysteinn Sigmundsson, Jarðvísindastofnun Háskólans.

Allir velkomnir.