Sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, óska eftir að ráða sérfræðing í fullt starf með þekkingu og reynslu á sviði jarðskjálftafræði.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Skipulag og framkvæmd jarðskjálftamælinga á jarðhitasvæðum.
 • Rekstur á mælakerfi og SeisComp gagnasöfnunar- og úrvinnsluhugbúnaði.
 • Úrvinnsla mælinga, túlkun og tenging við önnur gögn.
 • Aðstoð í sérverkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði jarðeðlisfræði, jarðfræði, eðlisfræði, stærðfræði, tölvunarfræði, tæknifræði eða verkfræði.
 • Þekking á Linux-stýrikerfum og forritunarkunnátta er æskileg.
 • Reynsla af rekstri mælakerfa æskileg.
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á ensku, bæði í ræðu og riti.

Við bjóðum

 • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
 • Sveigjanlegan vinnutíma.
 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.

Fastur vinnustaður er á skrifstofum ÍSOR í Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæunn Halldórsdóttir, deildarstjóri jarðvísinda, netfang: saeunn.halldorsdottir@isor.is.

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur í starfsmannahaldi, netfang: valgerdur.gunnarsdottir@isor.is.
Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.

Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.


ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði.
ÍSOR stundar margvíslegar þverfaglegar rannsóknir og veitir þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðhita og jarðvísinda og annast kennslu í jarðhitafræðum.
ÍSOR er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki heims í rannsóknum og tengdri þjónustu við jarðhitaiðnaðinn og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt.
Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.