ÍSOR hefur opnað nýja jarðfræðikortavefsjá þar sem hægt er að skoða jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarðanum 1:600 000 og af Suðvesturlandi og Norðurgosbeltinu í mælikvarðanum 1:100 000. Upplýsingar eru um hraun og berg á jarðfræðikortunum af Suðvesturlandi og Norðurgosbeltinu, eins eru upplýsingar um jarðfræðilega markverða staði.
Ný og endurbætt útgáfa af jarðfræðikorti af Suðvesturlandi
Þetta er önnur útgáfan af kortinu en það kom fyrst út árið 2010 og hefur verið uppselt í um ár. Ýmislegt hefur verið endurskoðað og bætt við í nýju útgáfunni, má nefna að á bakhlið kortsins hefur verið bætt við fróðleik um 39 áhugaverða staði.
ÍSOR veitir rannsóknar- og ráðgjafarþjónustu á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolvetna í jörðu. ÍSOR starfar á samkeppnisforsendum með hagkvæmar lausnir og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi.
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og jarðfræðistofnun Kína, China Geological Survey (CGS), undirrituðu viljayfirlýsingu í gær um væntanlegt samstarf á sviði jarðvísinda með sérstaka áherslu á jarðhita.
Ársfundur ÍSOR var haldinn í húsakynnum ÍSOR þann 8. mars, að Grensásvegi 9. Yfirskrift fundarins var Umhverfi og auðlindir. Fundinum var streymt beint og er hægt að horfa á útsendinguna hér á YouTube-rás ÍSOR. Ársskýrsluna má nálgast hér á vefnum.
Ársfundur ÍSOR 2018 verður haldinn að Grensásvegi 9, fimmtudaginn 8. mars, kl. 8.30-11. Húsið verður opnað kl. 8.15 með morgunverðarhlaðborði. Smellið áfram til að sjá hlekkinn á beina útsendingu sem hefst kl. 9.