2. febrúar 2018

Laus staða jarðhitaverkfræðings

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, leita að metnaðargjörnum einstaklingi í fullt starf sem jarðhitaverkfræðingur.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Almenn verkfræðivinna, borholuhönnun, tæringaprófanir, teikningar og burðarþolshönnun.
 • Teymisvinna með aðkomu að fjölbreyttum, þverfaglegum verkefnum.
 • Innkaup og kostnaðargreining.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistara- eða doktorspróf í véla/iðnaðarverkfræði, borholuverkfræði, eða skyldum greinum.
 • Reynsla á sviði borholuhönnunar æskileg.
 • Reynsla af vinnu samkvæmt ISO 9001 staðlinum æskileg.
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á ensku, bæði í ræðu og riti.

Við bjóðum

 • Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
 • Sveigjanlegan vinnutíma.
 • Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
 • Góðan hóp samstarfsfólks.

Fastur vinnustaður er á skrifstofum ÍSOR í Reykjavík en starfið getur falið í sér vinnu utanbæjar og utanlands. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingólfur Örn Þorbjörnsson, deildarstjóri jarðhitaverkfræði, netfang: ingolfur.thorbjornsson@isor.is

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur í starfsmannahaldi, netfang: valgerdur.gunnarsdottir@isor.is

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda, ásamt því að annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. 

 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.